Komum Seibel fjölskyldunni í skjól
Eva Björg Sigurðardóttir Southern Peninsula 0

Komum Seibel fjölskyldunni í skjól

1359 signers. Add your name now!
Eva Björg Sigurðardóttir Southern Peninsula 0 Comments
1359 signers. Almost there! Add your voice!
91%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Ir­ina Sei­bel, eig­inmaður henn­ar Vla­dimir og þrjú börn þeirra héldu þann 26. apríl til Par­ís­ar, út í óviss­una eft­ir að hafa aðlag­ast ís­lenskri menn­ingu síðastliðna átta mánuði en að lok­um verið neitað um hæli. Fjöl­skyld­an, sem er frá Úsbekist­an, flúði heim­ili sitt vegna trú­arof­sókna þar sem þau eru babt­i­sta­trú­ar en meiri­hluti íbúa aðhyll­ist íslamska trú

Í tölvupósti til blaðamanns morgunblaðsins segir Ir­ina að á þeim átta mánuðum sem fjöl­skyld­an hafi búið á Íslandi hafi hún kynnst hjarta lands­ins. Börn­in hafi byrjað í skóla, farið í íþrótt­ir og öll fjöl­skyld­an hafi byrjað að læra tungu­málið.

„[Börn­in] tóku þessu lífi eins og þau hefðu búið hér frá fæðingu. Það tók þau fjóra mánuði að læra ís­lensku. Þau hófu lífið á Íslandi eins og þau hefðu fæðst hér. Það er sárt! Það er mjög sárs­auka­fullt og sorg­legt að við get­um ekki verið hér. Stækka fjöl­skyld­una, vinna og læra að vera bara LIF­ANDI!“

Í niður­lagi tölvu­pósts­ins seg­ir Ir­ina fjöl­skyld­una kveðja landið með harm­kvæl­um og tár­um enda sé sárt fyr­ir börn­in að yf­ir­gefa vini sína og kenn­ara.

Við viljum biðla til ykkar um að hjálpa til við að reyna að koma þeim aftur hingað heim til Íslands. Vonast er eftir að þessi undirskriftarlisti geti sýnt samstöðu og vilja íslendinga um að Seibel fjölskyldunni verði veitt hæli hér á Íslandi.


Staðan 2. maí: Þökk sé ykkur öllum gátum við sent fjölskyldunni einhvern pening svo þau geti gist einhvers staðar næstu nætur og keypt sér í matinn. Við viljum þakka öllum kærlega fyrir sem eru að styðja okkur í þessari baráttu, hver einasta undirskrift skiptir máli. Endilega deilið styrktarsíðunni af vild og reynum að hjálpa þessari yndislegu fjölskyldu aftur hingað.

Einnig vil ég benda á styrktarreikning fjölskyldunnar: 0159-05-60366-191085-3619. Margt smátt gerir eitt stór.

Share for Success

Comment

1359

Signatures