Komum Seibel fjölskyldunni í skjól
Irina Seibel, eiginmaður hennar Vladimir og þrjú börn þeirra héldu þann 26. apríl til Parísar, út í óvissuna eftir að hafa aðlagast íslenskri menningu síðastliðna átta mánuði en að lokum verið neitað um hæli. Fjölskyldan, sem er frá Úsbekistan, flúði heimili sitt vegna trúarofsókna þar sem þau eru babtistatrúar en meirihluti íbúa aðhyllist íslamska trú
Í tölvupósti til blaðamanns morgunblaðsins segir Irina að á þeim átta mánuðum sem fjölskyldan hafi búið á Íslandi hafi hún kynnst hjarta landsins. Börnin hafi byrjað í skóla, farið í íþróttir og öll fjölskyldan hafi byrjað að læra tungumálið.
„[Börnin] tóku þessu lífi eins og þau hefðu búið hér frá fæðingu. Það tók þau fjóra mánuði að læra íslensku. Þau hófu lífið á Íslandi eins og þau hefðu fæðst hér. Það er sárt! Það er mjög sársaukafullt og sorglegt að við getum ekki verið hér. Stækka fjölskylduna, vinna og læra að vera bara LIFANDI!“
Í niðurlagi tölvupóstsins segir Irina fjölskylduna kveðja landið með harmkvælum og tárum enda sé sárt fyrir börnin að yfirgefa vini sína og kennara.
Við viljum biðla til ykkar um að hjálpa til við að reyna að koma þeim aftur hingað heim til Íslands. Vonast er eftir að þessi undirskriftarlisti geti sýnt samstöðu og vilja íslendinga um að Seibel fjölskyldunni verði veitt hæli hér á Íslandi.
Staðan 2. maí: Þökk sé ykkur öllum gátum við sent fjölskyldunni einhvern pening svo þau geti gist einhvers staðar næstu nætur og keypt sér í matinn. Við viljum þakka öllum kærlega fyrir sem eru að styðja okkur í þessari baráttu, hver einasta undirskrift skiptir máli. Endilega deilið styrktarsíðunni af vild og reynum að hjálpa þessari yndislegu fjölskyldu aftur hingað.
Einnig vil ég benda á styrktarreikning fjölskyldunnar: 0159-05-60366-191085-3619. Margt smátt gerir eitt stór.
Comment