Áskorun frá íbúum Raufarhafnar
Karítas Ríkharðsdóttir 0

Áskorun frá íbúum Raufarhafnar

28 signers. Add your name now!
Karítas Ríkharðsdóttir 0 Comments
28 signers. Almost there! Add your voice!
95%
Maxine K. signed just now
Adam B. signed just now

Við undirrituð skorum á Byggðastofnun að endurskoða aukaúthlutun sértæks byggðakvóta til fyrirtækja á Raufarhöfn.

Íbúasamtök Raufarhafnar komu saman á fundi fimmtudaginn 9. mars og eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Við íbúar teljum eftirfarandi rök til þess fallin að endurskoða ofangreinda úthlutun.

Í fyrsta lagi má telja til almenn sanngirnissjónarmið, það eru tvær vinnslur og það að allur kvótinn fari til annarrar vinnslunnar er algjörlega ótækt. Íbúum er misboðið og það sé ekki horft til þeirra í þessari úthlutun.

Sé horft til forsenda Byggðastofnunar fyrir úthlutuninni má vísa í eftirfarandi staðreyndir:

-Trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi-

  • HH félagið, Hólmsteinn Helgason ehf, er búið að fjárfesta hátt í 100 milljónir á svæðinu. Bæði beint í útgerðinni og einnig í húsnæði því það var orðin húsnæðisþörf.
  • Það mynduðust forsendur til að bæta við bát og HH félagið kaupir bát til að geta veitt allar veiðiheimildir sínar á staðnum þar sem gerð var meiri krafa í samfélaginu um samfélagslega ábyrgð og að heimildir séu fullnýttar.
  • Allir heilsárssjómenn sem róa fyrir HH félagið búa hér á svæðinu.

-Fjölda heilsársstarfa fyrir karla og konur sem skapast eða verður viðhaldið-

  • 10 störf sem haldast á staðnum í gegnum HH félagið. Þessi störf voru ekki til áður og voru sköpuð.
  • Búið að fjölga sjómönnunum á bátunum líka.

-Sem bestri nýtingu þeirra aflaheimilda sem fyrir eru í byggðalaginu-

  • HH félagið hefur síðan þeir fóru af stað með vinnsluna haft það að leiðarljósi að nýta þær aflaheimildir sem þeir hafa haft. Með því að ganga til samninga við fleiri aðila bindst skylda á fleiri eigendur aflaheimilda að landa þeim á staðnum og vinna á Raufarhöfn.
  • HH félagið hefur verið að byggja upp starfsemina og ef það fer engin kvóti til þeirra mun sú uppbygging fara fyrir lítið og sá stöðugleiki sem fylgir þessari starfsemi til framtíðar.
  • HH er með starfsmenn sem búa allir á Raufarhöfn og eru að byggja upp líf sitt þar.
  • Ótrúleg jákvæðni myndaðist í þorpinu þegar búið var að kaupa blokkina og hótelið, loksins komið í hendur aðila velviljaða á Raufarhöfn. Brúnin lyftist á öllum.

-Öflugri starfsemi til lengri tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina

-Jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og samfélag-

  • HH keypti blokk á staðnum sem var óíbúðarhæf og nýttist engum. Núna er verið að gera upp blokkina og íbúðir tilbúnar til innflutnings.
  • HH keypti einnig helming í rekstri og húsnæði Hótel Norðurljósa en sú starfsemi hafði verið í lágmarki og er byggðinni gríðarlega mikilvæg sérstaklega í ljósi þess að verið er að byggja upp ferðamannaþjónustu.
  • Afleidd störf af framkvæmdum HH í samfélaginu, t.d. framkvæmdaraðilar sem sjá um allar framkvæmdir á staðnum. Einnig t.d. flutningsfyrirtæki.
  • Íbúar bera traust til HH félagsins og það er mikil jákvæðni í kringum félagið.
  • Starfsmenn eru gríðarlega ánægðir hjá HH. Félagið borgar samkeppnishæf laun og passar að kjörin séu í lagi.
  • Með félaginu er verið að skapa heilbrigða samkeppni og það myndast betri aðstæður fyrir starfsfólk að gera kröfur því eftirspurn eftir þeim verður meira. Byggðafesta eykst ef það er samkeppni í vinnuframboði á staðnum.
  • Íbúum hefur fjölgað um 14,5% síðastliðin tvö ár. Þeim fylgja börn og þannig helst grunnskóli og leikskóli.

-Traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjenda

  • Hólmsteinn Björnsson framkvæmdarstjóri HH - gullaldarár Jökuls og Fiskiðjunnar voru undir hans forystu. Þá byggði hann upp fyrirtækið Ísfell sem í dag er stærsta veiðarfærasala á landinu sem bendir til styrkrar rekstrarstjórnunar.
  • HH félagið var stofnað 11. júní 1954 og hefur aldrei skipt um kennitölu. Þar á undan var félagið í rekstri í einhver ár svo að sagan fer að spanna um 70 ár.

Að lokum teljum við það furðuleg vinnubrögð Byggðastofnunar að ætlast til þess að fyrirtækin á staðnum komi sér saman um kvótann í staðinn fyrir að Byggðastofnun útdeili kvótanum eða í eðlilegu hlutfalli við vinnslu og í samvinnu við íbúa.

Share for Success

Comment

28

Signatures