Standið við lengingu fæðingarorlofs - börnin okkar eiga það skilið!
Við undirrituð skorum á íslensk stjórnvöld til að standa við breytingu á IV. kafla 8. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof sem kveður á um að foreldrar eigi 5 (fimm) mánaða jafnan rétt til fæðingarorlofs og tvo mánuði sameiginlega (þ.e. lenging um einn mánuð á ári til ársins 2016 þannig að rétturinn aukist úr 9 mánuðum í 12 á tímabilinu 1. janúar 2014 til 1. janúar 2016). Með þessu er stuðlað að velferð barna og fjölskyldna þeirra enda eru fyrstu mánuðir og árin í lífi einstaklings þau mikilvægustu. Lengingin eykur m.a. rétt barns til að verja tíma með báðum foreldrum. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til að horfa frá þeim áformum að lækka um helming hlutfall tryggingargjalds launa sem nú rennur í fæðingarorlofssjóð. Það kemur til með að veikja sjóðinn enn frekar og mun að öllum líkindum leiða til frekari skerðinga og leiða til ójafnræðis kynjanna.
Comment