Stöðvum niðurskurð í skólum í Hafnarfirði!
3643
signers. Add your name now!
3643
signers. Almost there! Add your voice!
95%
Maxine K. signed
just now
Adam B. signed
just now
(Skrifið undir með því að fylla út formið undir áskoruninni. Það er ekki nóg að smella á "Like" hér fyrir ofan. Vinsamlegast skráið kennitölu í "Comments" reitinn)
Áskorun:
Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stöðva nú þegar niðurskurð á fjárframlögum til grunnskóla og leikskóla í Hafnarfjarðarbæ og setja menntun og umönnun barnanna okkar í algeran forgang í fjárhagsáætlun bæjarins héðan í frá.
Góð menntun leggur grunninn að góðu lífi. Með þeim mikla og óvægna niðurskurði sem er nú þegar staðreynd í skólakerfi Hafnarfjarðarbæjar er menntun og lífi barnanna okkar til framtíðar stefnt í beinan voða.
Niðurskurðurinn hefur nú þegar bitnað harkalega á því metnaðarfulla og góða starfi sem unnið er í skólum bæjarins. Kennarar, skólastjórnarfólk og aðrir starfsmenn skólanna geta ekki haldið uppi gæðum menntunarinnar ef þeim eru skapaðar ómögulegar fjárhagslegar aðstæður, og það bitnar fyrst og fremst á börnunum.
Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir svart á hvítu að á samdráttartímum er ekkert mikilvægara en menntun. Einmitt þá er sérstök þörf á að styrkja menntun og skóla, en ekki skera niður.
Þeir skammtímahagsmunir sem felast í niðurskurði til skóla bæjarins eru léttvægir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem felast í góðri undirstöðumenntun barnanna okkar til langs tíma.
Börnin okkar eiga betra skilið. Stöðvið niðurskurðinn STRAX!
Comment